19.01.2017
Almennt
LSK
Launamiðar verða hér eftir birtir rafrænt á sjóðfélagavef við útborgun lífeyris í stað þess að þeir verði sendir heim til sjóðfélaga í pósti. Þetta er gert í samræmi við stefnu sjóðsins um að draga úr pappírsnotkun og efla rafræna þjónustu. Launamiðar eru sendir rafrænt til skattstjóra og allar upphæðir forskráðar á framtöl sjóðfélaga sem hafa fengið greiðslur úr lífeyrissjóðnum.
Þetta á við þá sem fá greiddan lífeyri frá Brú lífeyrissjóði (A, V og B deildir) og Lífeyrissjóði starfsmanna Kópavogsbæjar.
Hægt er að óska sérstaklega eftir því að fá launamiða senda heim í pósti.