18.05.2022
Almennt
Sjóðurinn styður heimsmarkmið 3 og 13 og vill leggja sitt af mörkum til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og vera heilsueflandi vinnustaður.
Hjólreiðar er skemmtilegur ferðamáti og á sama tíma heilsusamlegur og vistvænn samgöngumáti. Starfsmenn sjóðsins taka þátt í vinnustaðakeppninni Hjólað í vinnuna sem fer nú fram og er til 24.maí. Keppnin hefur hvetjandi áhrif á starfsmenn og er gott tækifæri til þess að þjappa hópnum enn meira saman.
Góða veðrið á mánudaginn var vel nýtt og fóru nokkrir starfsmenn í samfloti lengri leiðina heim.