07.12.2021
Almennt
Ellilífeyrisþegar voru rúmlega 5.500 talsins í október 2021 sem er fjölgun um 8,1% frá því í október 2020. Konur eru í meirihluta lífeyrisþega eða sem nemur um 65% af heildarfjöldanum. Ellilífeyrisþegar yngri en 70 ára eru tæplega 40% af heildarfjöldanum og eru því ellilífeyrisþegar eldri en 70 ára rúm 60%. Í október 2021 voru 2% ellilífeyrisþega sjóðsins búsettir erlendis.
Örorkulífeyrisþegar voru tæplega 1.900 talsins í október 2021 en þeim hefur fækkað um rúmlega 6,5% frá því í október 2020. Flestir örorkulífeyrisþegar eru á aldrinum 50 – 66 ára en fæstir í yngsta aldurshópnum 18-29 ára.