29.11.2017
Almennt
Stjórnir Brúar lífeyrissjóðs, Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar og Lífeyrissjóðs starfsamanna Kópavogsbæjar ákváðu að taka tilboði endurskoðunarfyrirtækisins Ernst & Young um innri endurskoðun á sjóðunum. Auglýst var í októbermánuði útboð um þjónustu innri endurskoðunar fyrir fyrir sjóðina til fimm ára. Endurskoðunarnefndir sjóðanna fóru yfir tilboðin sem bárust og fengu kynningu frá tilboðsgjöfum. Var það mat nefndanna að tilboð Ernst & Young væri sjóðunum hagstæðast.