Fara í efni

Brú og Almenni vinna saman

Við hjá Brú lífeyrissjóði kynnum með stolti nýtt samstarf með Almenna lífeyrissjóðnum í séreignarmálum.

Með samstarfinu sjáum við fjölmörg tækifæri til að auka þjónustu við okkar sjóðfélaga. Við viljum benda sjóðfélögum okkar á ávöxtunarleiðir Almenna fyrir séreignarsparnaðinn sinn, bæði fyrir séreign sem myndast með greiðslu lágmarksiðgjalds og viðbótariðgjalds.

Á síðustu árum hefur áhugi á séreignarsparnaði aukist, meðal annars vegna hækkunar á skylduiðgjaldi í lífeyrissjóð og auknum sveigjanleika til að greiða í séreign. Með samstarfinu vill Brú upplýsa sjóðfélaga sína um góðan kost, en hjá Almenna er hægt að velja á milli sjö ávöxtunarleiða fyrir séreignarsparnaðinn í allt frá 100% í íslenskum innlánum yfir í 100% í erlendum eignum. Sjóðfélagar geta valið úr leiðum með tilliti til aldurs og áhættuþols og ekki er greiddur sölu- eða upphafskostnaður. 

 

Upplýsingar um séreignarsparnað