Breyttar samþykktir Brúar lífeyrissjóðs tóku gildi þann 3. nóvember 2021. Samþykktirnar voru samþykktar af stjórn sjóðsins þann 17. maí 2021 og samþykktar af aðildarfélögum sjóðsins, BHM, BSRB, KÍ og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Samþykktirnar voru sendar til umsagnar Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands og staðfestar af Fjármála- og efnahagsráðuneytinu þann 3. nóvember 2021.
Breytingarnar taka til fyrst og fremst til 3. gr. samþykktanna þar sem nánar er skerpt á umfjöllun um þær aðstæður sem leitt geta til þess að umboð stjórnarmanna geti verið afturkallað. Voru breytingar þessar gerðar að kröfu Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. Aðrar helstu breytingar samþykkta sjóðsins taka til réttindaákvæða B deilda hans þar sem skýrar er nú kveðið á um að viðmiðun lífeyris taki mið af svokallaðri meðaltalsreglu sé starf sem hefur verið til viðmiðunar lífeyris lífeyrisþega, sem valið hefur svokallaða eftirmannsreglu, lagt niður hjá launagreiðanda.
Breyttar samþykktir sjóðsins eru aðgengilegar hér.