10.02.2021
Almennt
Breyttar samþykktir Brúar lífeyrissjóðs tóku gildi þann 1. febrúar 2021. Samþykktirnar voru samþykktar af stjórn sjóðsins þann 30. nóvember 2020 og samþykktar af aðildarfélögum sjóðsins, BHM, BSRB, KÍ og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Samþykktirnar voru sendar til umsagnar Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands og staðfestar af Fjármála- og efnahagsráðuneytinu þann 1. febrúar 2021.
Breytingarnar taka einungis til réttindataflna í A og V deildum, í samræmi við tillögu tryggingastærðfærðings sjóðsins þar sem niðurstaða tryggingafræðilegrar athugunar ársins 2019 var með halla vegna framtíðariðgjalda miðað við núverandi forsendur um lífs- og örorkulíkur.
Breyttar samþykkktir sjóðsins eru aðgengilegar hér.