25.03.2021
Almennt
Lífeyrisgreiðslur í B deild Brúar lífeyrissjóðs og Lífeyrissjóði starfsmanna Reykjavíkurborgar, hjá þeim sem fá greiddan lífeyri samkvæmt meðaltalsreglu, taka mið af þeim breytingum sem verða að meðaltali á föstum dagvinnulaunum hjá opinberum starfsmönnum eða launavísitölu opinberra starfsmanna.
Hagstofan hefur endurskoðað og leiðrétt janúargildi umræddrar vísitölu, úr 656,3 í 648,0. Febrúargildi vísitölunnar er 648,6. Þeir lífeyrisþegar sem eru á fyrirframgreiddum lífeyri munu því sjá 1,17% lækkun á lífeyrisgreiðslum sínum nk. mánaðarmót vegna þessarar leiðréttingar Hagstofunnar á vísitölugildinu.
Nánari uppýsingar um þróun og útreikning launavísitölu opinberra stafsmanna má finna á heimasíðu Hagstofunnar.