13.09.2024
LSR
Á undanförnum misserum hafa stjórnir LsRb og Brúar unnið að sameiningu sjóðanna sem nú liggur fyrir. Samþykkt er að sjóðirnir sameinast miðað við síðustu áramót en stofnuð hefur verið deild hjá Brú sem heitir R en þar verður haldið utan um rekstur, eignir, skuldir og skuldbindingar LsRb.
Meginforsendan fyrir sameiningunni er að áfallin réttindi og réttindaávinnsla sjóðfélaga til framtíðar verði óbreytt sem og bakábyrgð Reykjavíkurborgar. Sameiningin leiðir bæði til fjárhagslegs ávinnings sem og betri nýtingu starfsfólks sjóðsins. Breyttar samþykktir sjóðsins hafa verið samþykktar af stjórn sjóðsins og fara nú til afgreiðslu hjá aðildarfélögum sjóðsins og fjármálaráðuneytinu.