Þessi síða er fyrst og fremst ætluð launagreiðendum til aðstoðar og útskýringa. Pósthólf iðgjaldadeildar er: skilagreinar@lifbru.is
Aðild
Þeir einstaklingar sem greiddu iðgjöld til lífeyrissjóðsins í júní 1998 og hafa greitt í LsRb óslitið frá þeim tíma, eiga rétt á að halda greiðslum sínum áfram þangað.
Aðild að sjóðnum er leyfð þeim sem farið hafa í launalaust leyfi eða veikindaleyfi, svo fremi að viðkomandi hefji aftur störf hjá sama launagreiðanda innan 12 mánaða frá því að iðgjaldagreiðslur féllu niður.
Þeim sjóðfélögum sem í júní 1998 greiddu iðgjöld til sjóðsins er heimil áframhaldandi aðild, flytjist starfsemi stofnunar til ríkisins eða annars opinbers aðila, enda ábyrgist launagreiðandi skuldbindingar vegna lífeyris til sjóðsins í samræmi við samþykktir.
Auk þess er þeim sjóðfélögum sem starfa hjá eftirfarandi stofnunum heimilt að greiða áfram í sjóðinn með sömu skilyrðum og að ofan greinir, þar til þeir láta af störfum:
- Landspítali háskólasjúkrahús
- Strætó BS
- Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins
Skilagreinum skal skila inn rafrænt til sjóðsins
Skilagreinar geta verið með eftirfarandi hætti:
- Skilagreinar vegna fastra mánaðarlauna
- Skilagreinar vegna vaktaálags
- Skilagreinar vegna iðgjaldalausra réttinda
- Samtímagreiðsla upp í lífeyrisskuldbindingu
Á skilagreinum þarf eftirfarandi að koma fram:
- Upplýsngar um launagreiðanda
- Iðgjaldatímabil
- Nafn, kennitala, iðgjald og starfshlutfall sjóðfélaga
- Framlag launagreiðanda, heildargreiðsla, tegund og upphæð iðgjalda.
- Ef um viðbótariðgjald er að ræða skal það tilgreint í einni tölu neðst á skilagrein
- Lífeyrissjóðsnúmer LsRb er 640
- Lífeyrissjóðsnúmer endurhæfingarsjóðs er R680
Iðgjöld skulu lögð inn á reikning:
Bankareikningur nr. 0338-26-300488 kt. 430269-6589