18.09.2019
Almennt
Frestur til að skila inn tilboðum í ytri endurskoðun Brúar lífeyrissjóðs og Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar vegna áranna 2019 til 2023 þ.e. næstu fimm reikningsskilaár rann út 20. ágúst s.l.Alls bárust fimm tilboð.
Tilboðin voru metin út frá hæfni, reynslu og menntun endurskoðunarteymisins, endurskoðunar¬áætlun, verði og kynningu tilboðsgjafa fyrir endurskoðunarnefndum sjóðanna.
Stjórn Brúar lífeyrissjóðs og Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar hafa ákveðið að taka tilboði KPMG í ytri endurskoðun sjóðanna til næstu fimm ára.
Öllum tilboðsgjöfum er þakkað kærlega fyrir sitt framlag.